Skip to content
Tæknilegar upplýsingar / Rafmagnspottar Tæknilegar upplýsingar / Rafmagnspottar

Tæknilegar upplýsingar / Rafmagnspottar

Uppsetning og tenging.

Lykil atriði að koma pottinum vel fyrir á sléttu og sterku undirlagi.

Taka þarf hliðarpanel af hlið pottsins til að komast að tölvu pottsins til tengingar.
1500l hliðin með lógóinu
1200l hliðin undir síuhólfinu

Potturinn ÞARF 32A öryggi og 6Q kapal upp í töflu , ég mæli alltaf með sér lekaliða vari.
Tengja skal pottinn á einn fasa L-N-G

Þar sem potturinn býður upp á niðurfall, yfirfall og margvíslega tengimöguleika þarf að taka hliðina sem þar sem lúgan er af og skoða tengingu á fráveitu , ef til kemur að nota eigi garðslöngu tengið á hlið pottsins þá þarf að líma fitting saman. Ef til kemur að nota 50mm fráveitu pottsins má gera gat í botn bottnsins og tengja sig inn á það.

Ef pottur er fylltur með "garðslöngu" skal ávalt koma slöngu fyrir ofan í síu hólfi til að koma í veg fyrir loft tappa á kerfi pottsins.

Þegar pottur er orðinn fullur skal koma síum fyrir.

Með pottinum fylgja klór töflur ásamt vatns næringu og boxi undir klór töflu. Klór tafla skal ávalt vera í íláti til að koma í veg fyrir að taflan brenni glerung pottsins.

Nota skal eina töflu ásamt 100-140ml af vatnsnæringu í hverja 1000l af vatni

1200l - 120ml
1500l - 150ml

Þá má slá pottinum inn.

Ath þegar pottur er tæmdur td til þrífa skal ávalt slá honum út 😊

Við þrif og viðhald pottana.
Þegar á að þrífa pott skal ávalt
1) slá út rafmagni pottsins
2) tæma pott
3) taka síur úr
4) gott að skola síur undir rennandi vatni, lengir líftíma þeirra.
5) þrífa pott með þvottakúst og grænum fary uppþvottalegi td.
6) skola pottinn vel þar til öll sápa er farin
7) setja síur í síuhólf
8 ) láta renna í pott ( með slöngu ) OFANÍ síuhólf til að koma í veg fyrir loft tappa í kerfi.
9) þegar pottur er fullur má athuga með klór töflu í boxi, (bæta á ef þarf)
10) slá pottinum inn og ganga frá.

Back to top