Sjálfvirka snjallstýringin hentar vel fyrir sumarbústaði og/eða fyrir þá sem vilja geta fyllt pottinn án þess að vera á staðnum.
Hún er mjög einföld, bæði er hægt að fylla pottinn með því að kveikja á stýringunni sjálfri eða þá með appi í símanum og/eða með fjarrofa.
Stýringin er sjálfvirk, hún fyllir pottinn þar til hann hefur náð ætlaðri vatnshæð. Stýringin sér svo um að halda þeirri vatnshæð. Stýringin er með yfirhitavörn svo ekki flæði of heitt vatn í pottinn. Hægt er að stilla öll gildi með báðum stjórnborðum.


