Skip to content

1500L hitaveitupottur - 6-7 manna

Color: Marmarahvítur
Fá tilboð

Af hverju PolarSpa heitanpott?

  • Íslensk hönnun
  • 3-10 ára ábyrgð
  • Tilbúinn á pallinn
  • Eftirfylgni og þjónusta

Þessi 1500 lítra pottur frá PolarSpa er hannaður fyrir þá sem vilja stóran og rúmgóðan heitan pott sem stenst íslenskar aðstæður – bæði hvað varðar einangrun, efnisval og frágang. Potturinn er tengdur við hitaveitu og hentar fyrir 6–7 manns með góðu sætarými og dýpt sem tryggir rúmt fótaspláss og þægindi í öllum veðrum.

Burðargrindin er smíðuð úr ryðfríu stáli, klæðningin er úr viðhaldsfríu PVC og öll einangrun hugsuð til að lágmarka varmatap og lækka rekstrarkostnað. Þreföld einangrun samanstendur af polyurethan utan á skel, steinull og poly í klæðningu.

Potturinn er með yfirfall og niðurfall í lægsta punkti, sem tryggir auðvelda tæmingu og hreinsun. Aðgengi að kerfum og tengingum er einfalt í gegnum lúgu á hlið pottsins.

LED lýsing er bæði í skel og klæðningu, stýrð með rofa. Pottinum fylgir létt, einangrað 15 cm lok og tröppur í stíl við valda klæðningu.


Tæknilegar upplýsingar

Hitaveitupottur
200x200x90
• 1500l
• Full einangraður
• LED lýsing
• Rústfrí burðargrind
• Viðhaldsfrí klæðning
• Þreföld einangrun pottsins kemur í veg fyrir varmatap sem skapar lægri rekstrarkostnað.
• Viðhaldsfrí klæðning sem fæst á gráu eða svörtu
• LED lýsing í skel ásamt klæðningu pottsins sem stjórnað er með rofa
• Potturinn kemur með notendavænni lúgu á hlið sér þar sem gott aðgengi er að krönum.
• Yfirfall ásamt niðurfalli í lægsta punkt svo ekki sitji eftir vatn og drulla þegar pottur er tæmdur
• Einangrað léttlok ásamt tröppum fylgir með í sama lit og klæðning.
• Fáanlegur 'grá klæðning/marmara hvít skel '
'svört klæðning dökk midnight skel'

Back to top