
650 lítra rafmagnspottur frá PolarSpa er fjölskylduvænn pottur fyrir 3 manneskjur, með rúmgóðum sætarýmum, hámarks þægindum og öllum þeim eiginleikum sem gera upplifunina einstaka.
Pottinum fylgir ein 3hp nudd dæla og öflug hringrásardæla sem tryggja jafnt flæði og öflugt nudd. Gecko stjórnborðið er 5" litaskjár sem er einfaldur í notkun og hægt er að tengja við app í síma – þar sem þú stýrir bæði hitastigi, ljósi og stillingum pottsins.
Klæðningin er úr PVC viðhaldsfríu efni, skelin er smíðuð úr trefjum og acrylic. Burðargrindin er smíðuð úr ryðfríum prófíl – byggð til að endast. Þreföld einangrun, frostvarnarkerfi og ozone-hreinsikerfi tryggja að potturinn sé alltaf heitur og hreinn, með lágmarks viðhaldi og hagkvæmum rekstri.
Þetta er frábær fjölskyldupottur – rúmgóður nuddpottur sem veitir fallega lýsingu og setur stemningu í garðinn allan ársins hring.
Tæknilegar upplýsingar